Eldur kom upp í kvöld í íbúð í fjölbýli í Bríetartúni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn en töluverður viðbúnaður er þó enn á vettvangi.

Engin slys urðu á fólki en mikið tjón er á íbúðinni. Í tilkynningu til slökkviliðs kom fram að einhvers konar sprenging hafi orðið í eldinum.

Greint var frá því á Vísi í kvöld að líklega hefði eldurinn kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Slökkvilið var að störfum á vettvangi í dágóðan tíma.
Fréttablaðið/Valli
Um er að ræða nýbyggingu í Bríetartúni. Glugginn á íbúðinni sprakk í brunanum.
Fréttablaðið/Valli