Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í bíla­kjallara við Sléttu­veg í Foss­vogi á tíunda tímanum í morgun. Allt til­tækt slökkvi­lið var sent á staðinn eftir að til­kynning barst um mikinn reyk í kjallaranum.

Nú fer þar fram reyk­losun að sögn vakt­hafandi varð­stjóra sem Frétta­blaðið ræddi við. Það mun koma til með að taka sinn tíma enda reykurinn mikill um­fangs á vett­vangi.

Auk slökkvi­liðs voru full­trúar Rauða krossins og Strætó boðaðir fyrir íbúa hússins eftir að það var rýmt. Að sögn varð­stjóra tókst að reyk­losa á stiga­ganginum í tæka tíð og því engar skemmdir þar.

Ó­tíma­bært sé að segja til um elds­upp­tök en eldurinn breiddi frá sér út í eitt­hvað rusl í bíla­kjallaranum. Þá sé enn­fremur ó­tíma­bært að hrapa að á­lyktunum um í­kveikju.

Fréttin hefur verið uppfærð.