Eldur er nú bíl á bíla­stæði við bensín­stöðina N1 á Hring­braut. Þetta stað­festir Jóhann Karl Þóris­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn í sam­tali við Frétta­blaðið.

Eins og má sjá af mynd af vettvangi hefur slökkviliðinu tekist að slökkva eldinn. Sést á myndunum að bíllinn er mikið ónýtur eftir eldinn.

Vakthafandi varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Fréttablaðið að slökkvistörfum sé lokið. Hann segir þau hafa gengið greiðlega. Engin slys urðu á fólki. Ekki er víst hvernig eldurinn kom upp en líklegt að það megi rekja til vélarbilunar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari