Slökkviliði hefur tekist að vinna bug á eldi sem kvikmaði í kringum sjö í kvöld við Hraungötu í Urriðaholti. Eldurinn kviknaði í vinnuskúr þar í hverfinu en að sögn slökkviliðs tók stuttan tíma að slökkva hann. Slökkviliðar voru fljótir að ná eldinum niður en voru eftir einhverja stund til að tryggja að engar glæður væru milli þilja í skúrnum.

Stuttan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins.
Fréttablaðið/Valli

Altjón mun hafa hlotist á skúrnum vegna eldsins og er hann ónýtur. Hins vegar tókst slökkviliðinu að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út til næsta skúrs sem er þar við hliðina.

Ekki er ljóst hver upptök eldsins voru.

Slökkviliðsfólki tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist til næstu skúra
Fréttablaðið/Valli