Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út seinni partinn vegna elds í húsnæði á Vesturgötu í Vesturbænum. 

Samkvæmt upplýsingum vakthafandi varðstjóra voru allir komnir út úr húsinu þegar slökkviliðið mætti á svæðið. 

Einn var fluttur á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í bakhúsi í götunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.