Eldur kom upp í frysti­húsinu í Hrís­ey klukkan fimm í morgun og var allt til­tækt slökkvi­lið í Hrís­ey, Dal­vík og Akur­eyri kallað út á­samt lög­reglu og björgunar­sveit í eyjunni.

Mikill eldur logar í húsinu og beinir lög­reglan á Norður­landi eystra þeim til­mælum til íbúa í Hrís­ey að loka öllum gluggum og hækka hitann í húsum sínum til að koma í veg fyrir að reykur berist inn.

Fréttablaðið ræddi við varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri á áttunda tímanum og sagði hann að enn væri talsverður eldur í húsinu. Vel hefði gengið að koma mannskap frá Akureyri og Dalvík út í eyjuna og nú væri unnið að slökkvistarfi.

Í frétt RÚV er haft eftir íbúa að mikla reykjarlykt leggi yfir bæinn og ösku. „Húsið er bara alelda,“ segir hann.

Frétt uppfærð klukkan 08:18:

Lögreglan á Norðurlandi eystra áréttar við íbúa í Hrísey að loka öllum gluggum hjá sér og auka kyndingu.Vart hefur orðið við ammoníaksleka frá vettvangi og eru íbúar beðnir að halda sig innandyra,“ segir í tilkynningu sem lögregla birti á Facebook.

Þessi mynd sýnir ástandið þegar viðbragðsaðilar komu til Hríseyjar í morgun.
Lögreglan á Norðurlandi eystra