Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Dalshrauni í Hafnarfirði í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var snöggt á vettvang og náði fljótlega stjórn á eldinum.
Hlynur Höskuldsson, varðstjóri í aðgerðarstjórn hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. Hann segir slökkviliðið hafa komið í veg fyrir stórtjón.
„Þetta hefði getað farið illa en við vorum snöggir á staðinn,“ segir Hlynur í samtali við Fréttablaðið.
Eldurinn átti upptök utandyra í iðnaðarhúsnæði við Dalshraun. Ekki er vitað hvað orsakaði eldsupptökum en eldurinn átti upptök í klæðningu á húsinu. Engin slys urðu á fólki en mikinn reyk lagði inn í húsið.
Slökkvilið var fljótt á vettvang og kom í veg fyrir að eldurinn færi lengra, í þak og inn í hús.
Slökkvilið er að ljúka störfum á vettvangi, rifin var klæðning á húsinu og tryggt að eldur kviknaði ekki aftur upp í húsinu.