Lög­regla var kölluð út þegar það kviknað í hús­næði í Grafar­holti í gær­kvöldi. Elds­upp­tökin voru talin vera í þvotta­vél, en elds­voðinn var minni­háttar. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Lög­reglunni var til­kynnt um þjófnað úr bif­reið í mið­borginni þar sem far­tölvu og fleiri munum var stolið úr ó­læstri bif­reið. Ekki kemur fram hvort ein­hver hafi verið hand­tekinn vegna málsins.

Í Laugar­dalnum var bif­reið stöðvuð þar sem öku­maðurinn var grunaður um að aka undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna. Öku­maðurinn neitaði að gefa öndunar­sýni í­treka og var hann því sviptur öku­réttindum til bráða­birgða. Hann var að lokum laus eftir sýna­töku.

Þá var lög­reglu til­kynnt um rúðu­brot í verslun í 101. En af­skipti voru höfð af manni nærri vett­vangi og viður­kenndi hann að hafa brotið rúðuna.

Í Kópa­vogi var til­kynnt um um­ferðar­slys, en ekki er vitað um á­verka. Tjón­valdur var hand­tekinn á vett­vangi, grunaður um ölvun við akstur. Honum var sleppt eftir sýna­töku.

Í sama hverfi var annar maður sem olli um­ferðar­slysi hand­tekinn, grunaður um ölvunar­akstur.

Lög­reglunni var til­kynnt um líkams­á­rás í Breið­holti, en á­rása­r­aðili var hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu. Ekki er vitað um á­verka á­rásar­þola.

Í Garða­bæ var lög­reglu til­kynnt um aksturs­lag bif­reiðar og hafði lög­reglan af­skipti af öku­manni. Bif­reiðin reyndist vera ó­tryggð og var skráningar­merki fjar­lægt af bif­reiðinni.