Lögregla var kölluð út þegar það kviknað í húsnæði í Grafarholti í gærkvöldi. Eldsupptökin voru talin vera í þvottavél, en eldsvoðinn var minniháttar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Lögreglunni var tilkynnt um þjófnað úr bifreið í miðborginni þar sem fartölvu og fleiri munum var stolið úr ólæstri bifreið. Ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.
Í Laugardalnum var bifreið stöðvuð þar sem ökumaðurinn var grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn neitaði að gefa öndunarsýni ítreka og var hann því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hann var að lokum laus eftir sýnatöku.
Þá var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í verslun í 101. En afskipti voru höfð af manni nærri vettvangi og viðurkenndi hann að hafa brotið rúðuna.
Í Kópavogi var tilkynnt um umferðarslys, en ekki er vitað um áverka. Tjónvaldur var handtekinn á vettvangi, grunaður um ölvun við akstur. Honum var sleppt eftir sýnatöku.
Í sama hverfi var annar maður sem olli umferðarslysi handtekinn, grunaður um ölvunarakstur.
Lögreglunni var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti, en árásaraðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Ekki er vitað um áverka árásarþola.
Í Garðabæ var lögreglu tilkynnt um aksturslag bifreiðar og hafði lögreglan afskipti af ökumanni. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og var skráningarmerki fjarlægt af bifreiðinni.