Eldur kviknaði á neðri hæð í húsi í Arakór í Kópavogi um klukkan þrjú í dag.

Allt til­tækt slökkvilið var kallað til vegna elds­voðans. Búið er að slökkva eldinn en unnið er að reykræstingu. Töluverðar skemmdir eru á húsinu.

„Það er alltaf mikið tjón þegar það kviknar í. Það var enginn heima þegar eldurinn kviknaði en það voru þrír hundar inni í húsinu. Þeim var bjargað út og fluttir til dýralæknis," segir Eyþór Leifsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.