Engin flug eru til Alicante þessa stundina vegna eldsvoða í flugstöðinni. samkvæmt frétt á vef spænska fréttamiðilsins Informacion. Samkvæmt fréttinni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum.

Samkvæmt fréttinni hefur flugvöllurinn hefur verið rýmdur og flugvélum beint til Valencia og Murcia. The Mirror segir frá því að enginn hafi slasast í eldinum. Mikill reykur liggur yfir flugvellinum en eldurinn er sagður hafa kviknað á skrifstofum nálægt brottfararsal flugvallarins.

Samkvæmt flugáætlunum á vef Keflavíkurflugvallar eru hvorki flug frá Keflavík til Alicante í dag, né frá Alicante til Keflavíkur.