Mið­læg rann­sóknar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu fer með rann­sókn brunans í Hafnar­firði í nótt. Ein kona á sjö­tugs­aldri lést í brunanum.

Að sögn Margeirs Sveins­sonar, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóns, eru eldsupptök enn óþekkt en telur að það muni skýrast á næstu dögum.

Rann­sókn stendur yfir og þarf meðal annars að ræða við að­stand­endur og aðra sem geta gefið upp­lýsingar um málið.

Margeir Sveinsson segir að rætt verði við aðstandendur í dag og næstu daga.

Greint var frá brunanum í morgun en slökkvi­lið fékk til­kynningu um klukkan tvö í nótt. Að sögn vakt­hafandi varð­stjóra hjá slökkvi­liðinu slasaðist enginn annar og gekk greið­lega að slökkva eldinn eftir að til­kynnt hafði verið um hann.