Eldri karlmaður lést við sundiðkun í Sundhöll Selfoss skömmu fyrir hádegi í dag. Sjúkralið og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur, er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Lögregla greindi fyrst frá því í hádeginu í dag að maður hafi slasast alvarlega í sundhöllinni. Sundlauginni var lokað um sinn á meðan rannsókn stóð á vettvangi. Tilkynnt var um andlátið um tveimur tímum síðar.