Í Kópa­vogi var lögreglu til­kynnt um bif­reið sem hafði ekið inn í Ís­búð Veturbæjar. Ekki er talin að nein slys hafi orðið á fólki, en þeir sem voru inn í búðina urðu nokkuð skelkuð vegna atviksins.

Katla Guð­jóns­dóttir, fram­kvæmdar­stjóri Ís­búðar Vestur­bæjar, sagði í sam­tali við Vísi að hún hafi ekki verið við­stödd en telji að um ó­happ hafi verið að ræða. Öku­maðurinn var eldri kona sem hafði einnig bakkað á annan bíl áður en hún ók inn í ís­búðina.