7.278 tilkynningar bárust um eldingar á norðurheimskautinu á árinu 2021. Þetta er meira en tvöfalt fleiri tilkynningar en bárust samanlagt í níu ár þar á undan.

Finnska fyrirtækið Vaisala, sem sérhæfir sig í umhverfis- og veðurmælitækjum, hefur haldið utan um fjölda séðra eldinga. Þær hafa verið sjaldgæfar á norðurheimskautinu hingað til en er augljóslega að fjölga mjög hratt. Eldingar þurfa hlýtt og rakt loft.

Helsta ástæðan er rakin til loftslagsbreytinga sem valdi hvað mestum veðrabreytingum við pólana og hækkandi hitastigi. Jöklarnir bráðna og uppgufun verður meiri.

Þó að eldingum hafi fjölgað mikið á norðurslóðum eru þær enn þá sjaldgæfar. Samfélög á þessum svæðum, til dæmis við norðurströnd Síberíu, Kanada og Alaska, eru hins vegar ekki vön því að þurfa að takast á við þær. En eldingar eru til dæmis valdur að 15 prósentum allra skógarelda.

Eldingum fjölgaði ekki aðeins við norðurheimskautið heldur á heitari svæðum einnig. Til dæmis fjölgaði þeim úr 170 milljónum í 194 milljónir í Bandaríkjunum