Hjón eru látin og tveir aðrir eru lífshættulega slasaðir til meðferðar á sjúkrahúsi eftir að hafa fyrir eldingu við Hvíta húsið í Washington. Þetta hefur lögregla staðfest við fréttastofu CBS.

Þau sem létust voru 75 og 76 ára hjón frá bænum Janesville í Wisconsin. Þau urðu fyrir eldingu í Lafayette Park sem er beint fyrir utan Hvíta húsið að sgön CBS.

Meðlimir leyniþjónustunnar og lögreglunnar sem urðu vitni að því þegar eldingin laust fólkið veittu því strax fyrstu hjálp. Lögreglan segir að svo virðist vera að þau hafi verið nærri tré einu.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að atburðurinn sé hryggilegur og að hugur þeirra sem þar eru sé hjá fjölskyldum þeirra sem létust og hjá fólkinu sem enn berjist fyrir lífi sínu.