Í kvöld fara fram al­mennar stjórn­mála­um­ræður, svo­kallaðar eld­hús­dags­um­ræður, á Al­þingi en um er að ræða síðustu eld­hús­dags­um­ræður kjör­tíma­bilsins.

Um­ræðurnar hefjast kl. 19:30, skiptast í þrjár um­ferðir og hefur hver þing­flokkur átta mínútur í fyrstu um­ferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu um­ferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum um­ferðum: Mið­flokkurinn, Sjálf­stæðis­flokkur, Sam­fylkingin, Vinstri­hreyfingin – grænt fram­boð, Píratar, Fram­sóknar­flokkur, Við­reisn og Flokkur fólksins. Fyrstur til að taka til máls verður því Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins og Inga Sæ­land verður síðust.

Tólf konur taka til máls í þrettán ræðum, því Inga Sæ­land verður tvisvar og ellefu karl­menn tala einu sinni.

Hægt verður að fylgjast með umræðunum í beinni hér að neðan auk þess sem Fréttablaðið mun flytja fréttir af þeim vefnum í allt kvöld.

Ræðumenn kvöldsins í þeirri röð sem þau flytja sínar ræður.
Mynd/Alþingi

Ræðu­menn flokkanna verða eftir­taldir:

Fyrir Mið­flokkinn tala Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Anna Kol­brún Árna­dóttir og Þor­steinn Sæ­munds­son.

Ræðu­menn Sjálf­stæðis­flokksins eru Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra, Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, og Vil­hjálmur Árna­son.

Fyrir Sam­fylkinguna tala Logi Einars­son, Odd­ný G. Harðar­dóttir og Rósa Björk Brynjólfs­dóttir.

Fyrir Vinstri­hreyfinguna – grænt fram­boð tala Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son.

Ræðu­menn Pírata eru í fyrstu um­ferð Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, Hall­dóra Mogen­sen og Andrés Ingi Jóns­son.
Ræðu­menn Fram­sóknar­flokksins eru Willum Þór Þórs­son, Halla Sig­ný Kristjáns­dóttir og Þórarinn Ingi Péturs­son.

Fyrir Við­reisn tala Þor­gerður K. Gunnars­dóttir, Jón Stein­dór Valdimars­son, og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir.
Fyrir Flokk fólksins tala Inga Sæ­land, 8. þm. Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, í fyrstu og þriðju um­ferð en Guð­mundur Ingi Kristins­son í annarri um­ferð.