„Það er ekkert sem bendir til þess að eld­­gos sé að koma í augna­blikinu. Ég myndi nú halda miðað við fyrri reynslu að við séum að tala um ein­hverja mánuði áður en það kemur gos,“ segir Þor­valdur Þórðar­­­son, eld­­­fjalla­­­fræðingur hjá Jarð­­­vísinda­­­stofnun Há­­­skóla Ís­lands, um jarð­hræringarnar á Reykja­nes­­skaga undan­farnar vikur.

Um 400 jarð­­skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan á sunnu­dag. Þor­valdur segir skjálfta­­virknina svipa til þeirrar sem var undan­fari eld­­gossins í Fagra­­dals­­­fjalli. „Þetta er svipað mynstur og hugsan­­legt að við séum að sjá sömu hlutina gerast.“

„Það eru náttúru­­lega mestu líkurnar á að það verði gos í grennd við þar sem skjálfta­­virknin hefur verið hvað mest, á stöðum líkt og Eld­vörpunum, sem eru rétt vestan við Grinda­­vík og í Þor­birni, þar sem landið hefur verið að rísa. Svo er einnig búin að vera skjálfta­­virkni rétt við Sveiflu­hálsinn og við Kleifar­­vatn,“ segir Þor­valdur, en hann telur að það muni ekki gjósa á öllum þessum stöðum í einu. „Ég myndi halda að það muni hugsan­­lega verða eitt meðal­­eld­­gos, jafn­vel lítið gos á einum stað.“

Þor­valdur segir að gos kæmi ekki fyrir­­vara­­laust. „Við myndum vita af því. Mestar líkur eru á svipuðum at­burðum og rétt fyrir gosið í Geldinga­­dölum. Ef kemur til goss á ein­hverjum þessara staða myndi skjálfta­­virknin stór­aukast og af­­markast við staðinn þar sem kvikan er að brjóta sér leið til yfir­­­borðs.“

Hann segir að gos leiði af sér bæði já­­kvæð og nei­­kvæð á­hrif. „Skaginn getur búið til stór gos líka og á­hrifin af svona gosum eru bæði já­­kvæð og nei­­kvæð. Já­­kvæð út af túr­­ismanum og að fólk geti horft á gosið og haft gaman af. Nei­­kvæðu á­hrifin eru að gosið er til­­­tölu­­lega ná­lægt mikil­­vægum inn­viðum. Hvort sem það eru vegir eða hita­veitu­lagnir, þá gæti gos eyði­lagt þessa inn­viði. Við þurfum að vera við­búin að taka á þessu, það er ekki gott að bíða eftir gosi og sjá hvað gerist. Við þurfum að hugsa fram í tímann.“

Þor­valdur segir að við ættum að undir­­búa okkur undir að eiga við eld­­gos á Reykja­nes­­skaganum ótt og títt næstu ára­tugi. „Þetta gæti orðið stór þáttur í lífi okkar,“ segir hann og telur að síðasta ­gos hafi verið við­vörun. „Eld­­gosið í Fagra­­dals­­­fjalli var mjög kurteis við­vörun, því við vitum að það geta verið öflugri gos á Reykja­nes­­skaga.“