Eld­­gosið í Mera­­dölum er búið í bili og ó­­­senni­­legt er að það taki sig aftur upp á næstu dögum. Þetta segir Magnús Tumi Guð­­munds­­son, jarð­­eðlis­­fræðingur hjá Há­­skóla Ís­lands, um stöðuna á gos­­stöðvunum.

„Það er ekkert gos eins og er. Það liggur alveg niðri, þó að hraun hafi að­eins sést undan­farið þá er það ekki vís­bending um að það sé að koma upp kvika,“ segir Magnús sem telur að ef það á eftir að byrja að gjósa aftur þá sé það ekki fyrr en eftir nokkra mánuði.

„Það er ekkert sem bendir til að það sé eld­­gos, ó­­róinn er alveg dottinn niður og þar með er gosið búið, alla­vega í bili. Það er ó­­­senni­­legt að eld­­gosið taki sig upp aftur á næstu dögum. Ef að eld­­gosið ætlar að halda á­­fram þá þarf væntan­­lega að byggjast upp þrýstingur á ný og ef það fer þannig þá tekur það nokkra mánuði,“ segir Magnús.

Hann segir að eld­­gosið í Mera­­dölum sé á marga vegu frá­brugðið eld­­gosinu í Fagra­­dals­­­fjalli. „Ef við skoðum gosið í fyrra þá var það í seinni hlutanum að kvikna og slökkna á víxl. Svo stoppaði það skyndi­­­lega, eins og það væri tappi settur í það. Núna er ekki eins og það hafi verið settur tappi í gosið, heldur hafi tankurinn ein­fald­­lega orðið tómur,“ segir Magnús.

Fram­haldið ó­ljóst

Magnús segir að það sé ein­hver tími í að það sé form­lega lýst yfir enda­lokum eld­gossins. „Það er vana­lega látinn smá tími líða og það er mis­jafnt á milli gosa hvernig þessu lýkur. Það er nú best að gefa þessu smá tíma áður en það er form­lega lýst yfir enda­lokum eld­gossins. En það er lík­legast núna að við höfum séð undan af gosinu,“ segir Magnús.

Að­spurður hvort það gjósi aftur á þessu svæði segir Magnús að tíminn muni leiða það í ljós.

„Ef það sjást skýr merki um að kvika sé að safnast undir jarð­skorpunni eins og var mjög greini­legt eftir gosið í fyrra, en þá var land­ris á stóru svæði. Ef það heldur á­fram þá verður maður að gera ráð fyrir að það sé lík­lega að koma nýtt gos. Hins vegar vitum við ekkert um það núna, það er bara eitt­hvað sem tíminn mun leiða í ljós,“ segir Magnús.