Eld­gos er hafið í Ma­una Loa á Havaí í Banda­ríkjunum, en um er að ræða eitt stærsta eld­fjall heims. Síðast gaus í fjallinu, sem er á stærstu eyju eyja­klasans, árið 1984.

Gosið átti sér þó nokkurn að­draganda en tölu­verð jarð­skjálfta­virkni hefur verið á svæðinu undan­farnar vikur. Ma­una Loa er ein stærsta og virkasta eld­stöð Jarðar.

Kviku­flæði frá gosinu er ekki talið ógna byggð í ná­grenni fjallsins að sinni, en jarð­vísinda­menn fylgjast vel með fram­gangi gossins.

Eld­gos varð í annarri eld­stöð, Kilauea-eld­fjallinu, á þessari sömu eyju árið 2018 og skemmdust þá um 700 hús. Hlíðar Ma­una Loa eru þó tölu­vert brattari en hlíðar Kilauea og því gætu í­búar þurft að yfir­gefa heimili sín með til­tölu­lega skömmum fyrir­vara.

Í um­fjöllun Mirror er bent á að í eld­gosi í Ma­una Loa árið 1950 hafi kvikan ferðast 24 kíló­metra leið til sjávar á að­eins þremur klukku­stundum.