Eld­gos er hafið á eyjunni La Palma á Kanarí­eyjum, að því er eld­fjalla­fræði­stofnun Kanarí­eyja greinir frá.

Stofnunin birtir mynd­band, sem sjá má hér að neðan, þar sem má sjá gos­mökk rísa upp. Mikil skjálfta­virkni hefur verið síðustu viku á eyjunum.

Hafa yfir­völd því undir­búið sig undir væntan­legt gos. Þá hefur verið fjallað um mögu­legar hættur af jarð­hruni í kjöl­far slíks gos og mögu­legar af­leiðingar þess, meðal annars í kröftugum flóð­bylgjum sem gætu náð hundruð metra hæðum.

Að því er Reu­ters greinir frá hefur að­stoðaði herinn rúm­lega 40 íbúa með skerta hreyfigetu og bú­fénað við að yfir­gefa svæðið rétt áður en eld­gos hófst. Síðast gaus á eyjunni árið 1971 og lést einn maður þá.