Að minnst­a kost­i fjörutíu og sex eru lát­in eft­ir jarð­skjálft­ann sem reið yfir eyj­­un­a Sul­aw­es­i í Indón­es­í­u fyrir helgi. Enn er leitað að fólki í rústum bygginga sem hrundu á eyjunni Súlavesí, en þar á meðal var sjúkrahús sem féll í rústir.

Mörg hundruð manns slösuðust í jarðskjálftanum og hefur rafmagn slegið út víða um eyjarnar. Tilkynnt hefur verið um skriðu- og jarðföll við umferðarmikla götu.

Til að bæta gráu ofan á svart hófst eldgos í eldfjallinu Semeru, sem er staðsett um 50 kílómetrum austan við borgina Malang á fjölmennustu eyju Indónesíu, Java. Gosið hófst á laugardag og spúir nú ösku og reyk yfir eyjuna.

Björgunaraðgerðir í Indónesíu.
Fréttablaðið/Getty images

Fjölmargir stórir eftirskjálftar fylgt stóra skjálftanum sem reið yfir á föstudag og var að stærð 6,2 á richter. Upp­­tök stóra skjálft­­ans voru um 36 kíl­ó­metr­um suð­ur af Mam­uj­u, höf­uð­borg Vest­ur-Sul­aw­es­i. Einn stærsti eftirskjálftinn á laugardag var að stærð 5 og enn má búast við fleirum.

Eftirskjálfti að stærð 2,8 varð í morgun að því er fram kemur á Twitter síðu Veður-, loftslag og jarðeðlistofnun Indónesíu.