Taska, sem stolið var úr bíl starfs­manns slökkvi­liðsins í gær, er nú komin í leitirnar. Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins lýsti eftir töskunni á sam­fé­lags­miðlum í gær en í henni var að finna allan nauð­syn­legan búnað fyrir slökkvi­liðs- og sjúkra­flutninga­menn.

Meðal þess var sér­saumaður eld­varnar­galli sem er nauð­syn­legur þegar slökkvi­liðs­menn sinna bruna­út­köllum, auk þess var gallinn sér­saumaður og setur því starfs­manninn í enn meiri vand­ræði.

Fengu á­bendingu um töskuna

„Tveir fé­lagar okkar úr Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu komu í Skógar­hlíðina í gær­kvöldi með töskuna, þeim hafði borist á­bending um hvar hana væri að finna,“ segir í til­kynningu frá slökkvi­liðinu í dag.

„Við þökkum dyggum fylgj­endum okkar fyrir að deila og vekja at­hygli á þessu, það hefur án nokkurs efa hjálpað.“