Starfsmaður í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu lenti í því nótt að brotist var inn í bíl hans og eldgallatösku stolið.

Í töskunni var allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Meðal þess var sérsaumaður eldvarnargalli sem er nauðsynlegur þegar slökkviðliðsmenn sinna brunaútköllum, auk þess var gallinn sérsaumaður og setur því starfsmanninn í enn meiri vandræði.

Slökkviðlið þykir þessi verknaður algjörlega óskiljanlegur og biðlar til þess aðila sem tók töskuna að skila henni aftur.