Veður­kerfi sem skógar- og gróður­eldarnir í Ástralíu hafa skapað yfir landinu eiga þátt í að við­halda eldunum, en þeir hafa nú logað í nokkrar vikur. Sá mikli hiti sem stafar af hitanum hefur valdið því að þrumu­veður og logandi hvirfil­vindar hafa gengið yfir landið. Þetta segir í frétt á vef Huffpost.

Veðurkerfið kveikir nýja elda

Slökkvi­lið í New South Wa­les sem berst nú við eldana hefur gefið það út að þrumu­veður, sem ekki fylgdi nein rigning, hafi kveikt nýja elda. Þrumu­veðrið er rakið til veður­kerfis sem eldarnir eru sagðir hafa myndað suður af borginni S­yd­n­ey.

Einnig hafa logandi hvirfil­vindar gengið yfir landið, en síðast­liðinn mánu­dag lést slökkvi­liðs­maður þegar bíll hans varð fyrir slíkum vind. Hvirfil­vindarnir eru sömuleiðis sagðir hafa myndast af völdum hitans sem eldarnir hafa sent út í and­rúms­loftið.

Eldarnir hafa þannig skapað víta­hring sem erfitt er að berjast við. Ekki ein­göngu vegna þess að ­aðstæður sem skapast af veðurkerfinu stafar getur kveikt fleiri elda, heldur einnig vegna þess að veður­kerfið gerir það gríðar­lega erfitt að spá fyrir um hegðun þeirra.

Ekki óþekkt fyrirbæri

Veður­kerfi sem þessi eru hvorki ný né ó­þekkt og hafa sést víða um heim. Hins vegar er búist við því að hlýnun jarðar muni gera það að verkum að þeim muni fjölga, sér­stak­lega í Ástralíu.