Met fjöldi elda hafa brunnið í Amazon regnskóginum í Brasilíu í ár samkvæmt geimrannsóknastöð Brasilíu (Inpe). Um er að ræða 84 prósent aukningu frá því á sama tíma í fyrra.

Reykur frá eldum Amazon barst á mánudaginn til borgarinnar of São Paulo sem er í yfir 2,700 kílómetra fjarlægð frá brunanum. Sterkir vindar sáu til þess að reykurinn olli myrkvun í borginni, sem stóð yfir í eina klukkustund.

Reykur frá eldum Amazon lagðist yfir São Paulo sem er staðsett í 2,700 kílómetra fjarlægð frá eldunum.
Mynd/Reuters

Kapteinn keðjusög

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, telur eldana vera eðlilega. Aðeins vika er síðan forsetinn rak formann Inpe vegna gervihnattagagna um skógareyðingu í landinu. Bolsonaro hefur verið sakaður um að hvetja skógarhöggsmenn og bændur til að ryðja skóginn. „Áður var ég kallaður kapteinn keðjusög en núna er ég Nero, sem kveikir í Amazon skóginum,“ sagði forsetinn við fréttastofu Reuters.

Vísindamenn hafa lýst því yfir að skógurinn hafi eyðst á auknum hraða síðan Bolsonaro tók við forsætisembættinu. Forsetinn segir elda fylgja árstíðinni og gefur lítið fyrir nýjustu gögn Inpe geimrannsóknastöðvarinnar.

Inpe segir fjölda eldsvoða hins vegar ekki vera í takt við það sem telst eðlilegt á þurrkatímabilinu. Rannsóknarmaður Inpe sagði loftslagið á svæðinu vera eðlileg og úrkoma hafa verið sú sama og hún var fyrir ári svo ekki væri hægt að kenna veðrinu um.

Forseti Brasilíu gefur lítið fyrir eldana.
Fréttablaðið/Getty

Stærsti regnskógur heims

Amazon regnskógurinn er stærsti regnskógur heims. Umhverfisverndarinnar telja skóginn vera lífsnauðsynlega kolefnisgeymslu sem aðstoði við að hægja á hlýnun jarðar. Skógurinn er einnig heimkynni þriggja milljón tegunda plantna og dýra. Auk þeirra býr um það bil ein milljón frumbyggja í skóginum.

Eldar kvikna oft í skóginum á þurrkatímabilinu í Brasilíu en einnig eru þeir kveiktir af ásetti ráði til að rýma fyrir nautgripum.

Inpe hafa talið fleiri en 72 þúsund elda í skóginum síðan í janúar á þessu ári. Fjöldi elda hefur aldrei mælst svo hár. Til samanburðar voru eldarnir rúmlega 40 þúsund á sama tímabili í fyrra.

Reykur vegna eldanna er auðsýnilegur úr geimnum.
Mynd/NASA