Í dag er spáð austan- og norð­austan­átt, víða 5 til 13 metrar á sekúndu. Dá­lítil él verður norðan- og austan­lands, svo­lítil rigning eða slydda af og til á sunnan­verðu landinu, en þurrt fram eftir degi á Vestur­landi. Hiti kringum frost­mark fyrir norðan og austan, en allt að 6 stig syðst.

Fram kemur í hug­leiðingum veður­fræðings að á morgun nálgist lægð úr suð­suð­vestri og að það muni bæt í vindinn. eftir há­degi má gera ráð fyrir strekkingi eða all­hvössum vindi víðast hvar, en stormi með suður­ströndinni.

Þar kemur einnig fram að það megi búast við úr­komu um mest­allt land á morgun. Nokkuð víða verður slydda eða snjó­koma og hiti ná­lægt frost­marki, en seinni­partinn hlýnar á sunnan­verðu landinu og þá má búast við tals­verðri rigningu á lág­lendi á þeim slóðum og allt að 7 til 8 stiga hita.

Aksturs­skil­yrði gætu á morgun á fjall­vegum orðið erfið vegna vinds og ofan­komu og færð gæti jafn­vel spillst á sumum þeirra. Þeim sem hyggja á ferða­lög yfir heiðar og fjall­vegi á morgun er ráð­lagt að kynna sér að­stæður áður en lagt er af stað.

Fram kemur á vef Vega­gerðarinnar að eitt­hvað sé um vetrar­færð á fjall­vegum og að víða sé hálka eða hálku­blettir.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á mánu­dag:

Austan 8-15 m/s, rigning og hiti 3 til 9 stig. Austan og norð­austan 15-20, slydda og hiti 0 til 4 stig á Vest­fjörðum og með norður­ströndinni.

Á þriðju­dag:

Norð­austan 8-18 m/s og rigning eða slydda með köflum, einkum norðan­til. Hiti frá 1 til 8 stig, mildast við suður­ströndina.

Á mið­viku­dag:

Hæg breyti­leg átt, bjart með köflum og yfir­leitt þurrt. Hiti í kringum frost­mark en 2 til 4 stig syðst.

Á fimmtu­dag:

Norð­læg eða breyti­leg átt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.

Á föstu­dag:

Út­lit fyrir suð­aust­læga átt og rigningu eða slyddu með köflum sunnan- og vestan­lands en þurrt norð­austan­til.