Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, betur þekktur sem El Chapo, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi og var gert að greiða um 12,6 milljarða bandaríkjadala í sektargjald fyrir glæpi sína. El Chapo sagði við réttarhöldin að hér væri ekkert réttlæti á ferð.

Réttarhöld yfir El Chapo hófust í nóvember í fyrra en hann hefur lengi verið einn eftirlýstasti glæpamaður heims. Hann var leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna en hann fannst sekur um ýmsa glæpi, til dæmis framleiðslu, flutning og sölu eiturlyfja og að hafa pyntað og myrt fjölmarga.

Saksóknarinn Mariel Colon, sem hefur verið í samskiptum við eiturlyfjabaróninn í fangelsinu, segir að hann sé vongóður um að geta áfrýjað málinu. Verði áfrýjuninni vísað frá er ljóst að eiturlyfjabaróninn heimsþekkti kveðji umheiminn fyrir fullt og allt. Hann verður nú vistaður í svokallað hámarksöryggisfangelsi í Colorado, en þar eru engar heimsóknir leyfðar til fanga.

El Chapo hefur tvisvar áður strokið úr hámarköryggisfangelsum en hann hefur verið á flótta í tæplega tvo áratugi. Netflix gaf úr seríu um ævistarf hans sem ber einfaldlega nafnið „El Chapo“.