Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, segir að það sé ekki vitað til þess að það séu Íslendingar í suðausturhluta þar sem stærðarinnar jarðskjálfti gekk yfir í nótt.

Eins og fjallað var um á vef Fréttablaðsins fyrr í dag var jarðskjálfti upp á 7,8 richter að stærð ásamt öflugum eftirskjálftum skammt frá borginni Gaziantep.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands eru sextán Íslendingar búsettir í Tyrklandi en Sveinn segir að Utanríkisráðuneytið viti ekki til þess að Íslendingar hafi verið á svæðinu.