Ekki eru vísbendingar um að Íslendingar séu í hópi látinna eða slasaðra eftir hryðjuverkaárás í Christchurch í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Vegna hryðjuverkanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi í morgun hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga sem staddir eru í borginni til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Aðrir á vettvangi eru hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum. Þá er þeim bent á að virða lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum.