Á ann­an tug mót­mæl­enda kom saman fyrir utan Messann í Lækjargötu í gærkvöld og vísuðu fólki frá. Staðnum var í kjölfarið lokað og enginn var afgreiddur það kvöldið.

Mótmælendur voru mótmæla slæmri meðferð fyrri eiganda staðarins sem sakaður hefur verið um að greiða laun und­ir kjara­samn­ingi. Fjallað var ítarlega um málið í Stundinni í maí síðastliðnum.

Tómas segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi ekki verið í sambandi við fyrri eigenda staðarins vegna málsins.

„Ég ætla að heyra í honum á morgun og fá upplýsingar um hvað hann ætli að gera í þessu máli. Ég skil reiði fólksins mjög vel en þykir leiðinlegt að þetta bitni á mér."

Umfjöllunin í Stundinni kom á sama tíma og Tómas var að ganga frá kaupunum.

„Þegar ég er í kaupferlinu og búinn að fá flest allt í gegn þá kemur þessi umfjöllun í Stundinni varðandi kjör starfsfólksins. Mér brá auðvitað við þessar fréttir enda hafði ég ekki hugmynd um þetta. Ég var búinn að taka ákvörðun um að kaupa staðinn og lét því verða að kaupunum."

Tómas endurréði fimm fyrrum starfsmenn staðarins.

„Yfirkokkurinn og yfirþjóninn störfuðu báðir hjá fyrri eigenda. Svo sóttu þrír aðrir um og ég endurréði þau líka, þannig þau eru fimm hér í vinnu hjá mér núna."

Messinn opnaði dyr sín­ar á ný á föstudaginn. Þrátt fyrir að enginn hafi verið afgreiddur í gær þá gekk allt smurt fyrir sig í dag.

„Það var venjuleg opnun í dag og allt gekk mjög vel."

Ekki náðist í fyrri eiganda Messans við gerð fréttarinnar.