Al­manna­varna­nefnd höfuð­borgar­svæðisins mælist til þess að ekki verði fleiri en eitt hundrað nem­endur í hverju hólfi í grunn­skólum, frí­stunda­heimilum og fé­lags­mið­stöðvum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í leið­beiningum nefndarinnar í upp­hafi skóla­árs vegna far­sóttarinnar. Mark­mið þeirra er að halda starf­seminni ó­rofinni og minnka líkur á að stórir hópar barna og starfs­fólks þurfi að fara í sótt­kví eða ein­angrun.

At­hygli vekur að nefndin vill ganga lengra nú­gildandi reglu­gerð segir til um en þar er kveðið á um 200 manna há­marks­fjölda. Lagt er til að leið­beiningarnar gildi til 1. októ­ber næst­komandi, en á þeim tíma­punkti munu 12-15 ára börn hafa fengið bólu­setningu og starfs­fólk fengið örvunar­skammt.

Í leið­beiningunum kemur fram að for­eldrum og að­stand­endum verði heimilt að koma inn í skóla­byggingar svo lengi sem þeir gæta að per­sónu­bundnum sótt­vörnum og beri and­lits­grímur.