Ekki hefur verið á­kveðið að fresta árs­há­tíð lög­reglu­manna sem fer fram á laugar­daginn í næstu viku en ekki er úti­lokað að það verði á­kveðið.

Fregnir hafa borist af því að mennirnir sem grunaðir eru um skipu­lagningu hryðju­verka séu taldir hafa ætlað að beina spjótum sínum að árs­há­tíðinni.

Þetta segir Fjölnir Sæ­munds­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, í sam­tali við Vísi. Morgun­blaðið greindi frá því í morgun að mennirnir hyggðust beina spjótum sínum að árs­há­tíð lög­reglu­manna og Al­þingi og vaktaði lög­regla Al­þingis­húsið sér­stak­lega í kjöl­farið.

„Þetta er alveg ó­trú­legar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lög­reglu­menn og maka þeirra í frí­tíma. Það er al­gjör­lega skelfi­legt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir við Vísi.

Hann segir að þar sem enn sé vika í árs­há­tíðina, sé ekki enn úti­lokað að henni verði frestað. Þá hefur mbl.iseftir Fjölni að margir lög­reglu­menn og makar geti ekki hugsað sér að mæta á árs­há­tíðina vegna málsins.