Ör­lög 55 starfs­manna Mennta­mála­stofnunar verða ó­ráðin fram á út­mánuði. Ekki verður ráðist í upp­sagnir fyrr en ný lög taka gildi. Ný stofnun sem leysa mun þá gömlu af hólmi hefur ekki hlotið nafn.

Fyrir mánuði kynnti mennta- og barna­­mála­ráð­herra, Ás­mund­ur Ein­ar Daða­son, frum­­varp um laga­breyt­ingu svo setja megi á fót nýja stofn­un með víð­tæk­ara hlut­­verk en Mennta­­mála­­stofn­un gegn­ir. Ráð­herra kynnti starfs­­fólki Mennta­­mála­­stofn­un­ar ætlan­ir um að leggja hana niður.

Ráð­herra boðaði breytingu á lagaum­hverf­i svo hægt yrði að setja á stofn nýja þjón­ustu­mið­stöð fyr­ir skóla­­kerfi lands­ins á öll­um stig­um. Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er búist við að fjöldi starfs­manna missi vinnuna.

Þór­dís Jóna Sigurðar­dóttir, nýr for­stjóri Mennta­mála­stofnunar, stað­festi gær að það yrði ekki fyrr en eftir að frum­varpið um nýju stofnunina yrði sam­þykkt á Al­þingi sem ráðist yrði í manna­breytingar. Þá sagði Þór­dís Jóna að nafn nýju stofnunarinnar lægi enn ekki fyrir. það yrði á­kveðið með sam­ráði síðar.

Mennta­mála­ráðu­neytið stóð fyrir fundi í vikunni um heild­stæða skóla­þjónustu. Kom fram að margar af­drifa­ríkar á­kvarðanir hefðu á um­liðnum árum verið teknar í mennta­kerfinu, eitt dæmi er skóli án að­greiningar og annað dæmi ný aðal­nám­skrá. Þessar á­kvarðanir hafa verið teknar án við­unandi að­komu skóla­sam­fé­lagsins, að sögn Þór­dísar Jónu.

„Það hefur skort á meiri sam­vinnu við kennara og við hyggjumst breyta því,“ segir Þór­dís Jóna.