Utan­ríkis­ráðu­neytið veitir ekki leyfi til ís­lenskra fyrir­tækja vegna út­flutnings mat­væla, Mat­væla­stofnun sér um slík leyfi.

Þetta segir í svari ráðu­neytisins við fyrir­spurn Frétta­blaðsins vegna um­mæla Kristjáns Lofts­sonar um að hann muni sigla með hvala­af­urðir í gegnum Norður-Ís­haf til Japan. Hins vegar þurfa ís­lensk fyrir­tæki undan­þágu frá marg­vís­legum refsi­að­gerðum, enda haf­svæðið við­kvæmt eftir inn­rás Rússa í Úkraínu.

Sigur­steinn Más­son fjöl­miðla­maður hefur gagn­rýnt að Kristján hyggist sigla í við­skiptum við rúss­neska kjarn­orku­knúna ís­brjóta til að komast í gegn um ís­hafið á ó­friðar­tímum þegar refsi­að­gerðir eru í gangi.

„Þvingunar­að­gerðir eru inn­leiddar í ís­lenskan rétt á grund­velli laga um fram­kvæmd al­þjóð­legra þvingunar­að­gerða,“ segir í svari ráðu­neytisins.

„Ekki hafa verið veittar undan­þágur frá þessum að­gerðum og utan­ríkis­ráðu­neytinu er ekki kunnugt um fyrir­spurnir frá ís­lenskum fyrir­tækjum um mögu­leika á að­stoð við flutninga af því tagi sem lýst er í fyrir­spurn blaðsins,“ segir í svarinu.

Þá sé í gildi hafn­bann gagn­vart rúss­neskum skipum. Ó­heimilt sé að bjóða skipi skráðu undir fána Rúss­lands að­gang að höfnum á yfir­ráða­svæði Ís­lands.