„Það skiptir rosa­legu máli að setja kraft í orku­skiptin. Í­vilnanir eru fjár­festingar til fram­tíðar,“ segir Halla Hrund Loga­dóttir orku­mála­stjóri.

„Ef við náum ekki lofts­lags­mark­miðum verðum við að sæta viður­lögum sem munu kosta okkur fjár­muni. Það er betra að fjár­festa í hvötum til að hlaupa hraðar hvað varðar orku­skiptin en að að­hafast ekkert,“ segir Halla Hrund.

Margir hafa gagn­rýnt að í fjár­laga­frum­varpinu hafi ríkis­stjórnin undir for­ystu Katrínar Jakobs­dóttur, sem kennir eigin flokk við um­hverfis­vænar á­herslur, tekið á­kvörðun um að hætta í­vilnunum til þeirra sem festa kaup á um­hverfis­vænum bílum.

Milljóna­hvatar til að kaupa raf­­­magns- eða ten­­gilt­vinn­bíl verða senn úr sögunni sam­­kvæmt nýju fjár­laga­frum­­varpi.

Mikil losun fylgir bruna jarð­efna­elds­neytis. Milljóna­hvatar til að kaupa raf­magns- eða ten­gilt­vinn­bíl verða senn úr sögunni sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpinu sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra lagði fram á mánu­dag. Hafa ýmsir mót­mælt þeirri á­kvörðun, ekki síst þing­menn stjórnar­and­stöðunnar.

„Við þurfum með öllum leiðum að halda á­fram að styðja við orku­skiptin,“ segir Halla Hrund.

Spurð hvort þessi þáttur fjár­laga­frum­varpsins hafi valdið henni von­brigðum, svarar orku­mála­stjóri: „Það skiptir máli að settur verði sterkur fókus á þennan mála­flokk. Það er ekki tíma­bært að fara þá leið að draga úr stuðningi.“