Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna að það væri til skoðunar hvort hægt væri að heimila skóla­sund barna en sagði það ekki til skoðunar hjá yfir­völdum að opna sund­laugar fyrir al­menning.

Sam­kvæmt nýrri reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra verður í­þrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stunda­starf barna í leik- og grunn­skólum heimilt á ný á mið­viku­daginn. Ekki er þó ljóst hvort að skóla­sund getur einnig hafist á ný.

Spurður hvort það væri til skoðunar að opna sund­laugar aftur fyrir al­menning sagði Þór­ólfur það ekki hafa komið til um­ræðu enn.

Sund­laugar lokuðu á höfuð­borgar­svæðinu þann 7. októ­ber eftir að sótt­varna­að­gerðir voru hertar í byrjun þriðju bylgju far­aldursins en lokuðu síðar á lands­byggðinni, eða í kringum mánaða­mótin.

Níu greindust í gær

Níu greindust með kórónu­veiruna í gær á Ís­landi og hafa smitum farið fækkandi undan­farna daga. Þór­ólfur sagði enn fremur á upp­lýsinga­fundinum að það væri hægt að gleðjast yfir árangri en að það væri alls ekki tími til að slaka á. Hann í­trekaði mikil­vægi þess að fara í sýna­töku og að sinna per­sónu­legum sótt­vörnum.

Þórólfur greindi einnig frá því á fundinum að í raðgreiningu veirunnar hefðu komið í ljós tveir nýir stofnar veirunnar sem ekki höfðu greinst áður og höfðu valdið hópsýkingum. Annar þeirra hefur verið rakinn til landamæranna en ekki hefur tekist að smitrekja hinn. Hann ítrekaði því mikilvægi aðgerða á landamærum og sagði þær lágmarka að veiran komist ekki inn í landið en ekki fyllilega koma í veg fyrir það.

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 12:25 16.11.2020.