Ný bandarísk rannsókn sýnir fram á að ekki sé til svokallað „samkynhneigt gen.“ Niðurstöðurnar eru byggðar á erfðagreiningu tæplega hálfrar milljónar manna. Rannsóknin var birt í í tímaritinu Science í dag.

Þátttakendur rannsóknarinnar voru spurðir hvort þeir ættu maka af sama eða gagnstæðu kyni áður en erfðamengi þeirra var rannsakað. Að sögn rannsakenda í MIT og Harvard voru fimm erfðafræðileg afbrigði sem reyndust vera tengd samkynhneigð, meðal annars eitt sem tengdist lykt og annað sem tengdist kynhormón. Samanlögð gerðu þau þó einungis grein fyrir undir einu prósenti af samkynja hegðun.

Ófyrirsjáanlegt hver kynhneigð einstaklinga verður

Þau fáu erfðafræðilegu afbrigði sem hægt var að tengja við samkynhneigð samanstóðu aldrei af meira en 25 prósent af erfðaþáttum einstaklinga. Rannsóknin þykir staðfesta að engar sannanir liggi fyrir því að líffræðilegir þættir hafi áhrif á kynhneigð.

„Það er ekki til neitt eitt samkynhneigt gen og erfðagreining mun ekki sýna fram á hvort einstaklingur sé samkynhneigður eða gagnkynhneigður,“ sagði Ben Neale, einn af höfundum rannsóknarinnar. „Það er ómögulegt að spá fyrir um hver kynhneigð einstaklinga verður út frá erfðamengi þeirra,“ bætti hann við.