Víða um land fryst­i í nótt og er sam­kvæmt spá nokk­uð kalt víða á land­in­u, sér­stak­leg­a á norð­an­verð­u land­in­u. Sam­kvæmt spá Veð­ur­stof­unn­ar er hiti þar á bil­in­u 3 til 6 stig í dag.

Sig­urð­ur Erlingsson er land­vörð­ur í Vatn­a­jök­uls­þjóð­garð­i en þar fryst­i í nótt. Hann seg­ir að það sé ekki ó­venj­u­legt að það sé svo kalt á þess­um tíma árs.

„Á sum­ar­sól­stöð­um er þett­a ekki það allr­a venj­u­leg­ast­a en við höf­um vakn­að í júlí í allt að tíu sent­i­metr­a snjó,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Hann seg­ir vet­ur­inn hafa ver­ið snjó­létt­an og að það stytt­ist í að veg­ir að Drek­a­gil­i opni en að mið­að við spá þá gæti ver­ið nokk­uð í það að hægt sé að moka alla leið­in­a að Öskju.

„Í Drek­a­gil­i get­ur snjó­að alla mán­uð­i árs­ins, en það eru meir­i öfg­ar í veð­ur­far­i, smátt og smátt. Það er að birt­a til á Herð­u­breið og hún er hvít, eða grá, alveg nið­ur í ræt­ur. En í Öskju geta ver­ið enn allt að tveir metr­ar af snjó,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Það var ansi kalt í þjóðgarðinum í morgun.
Mynd/Aðsend

Íslendingar komu margir í Covid

Hann seg­ir bæði Drek­a­gil og Öskju vin­sæl­a á­fang­a­stað­i og að það hafi ver­ið skemmt­i­legt að sjá að á með­an heims­far­aldr­i stóð, og Ís­lend­ing­ar ferð­uð­ust minn­a utan lands, þá komu fleir­i Ís­lend­ing­ar að skoð­a stað­inn.

„Þann­ig hélst fjöld­inn, sem heim­sótt­i, sá sami og fyr­ir Co­vid því Ís­lend­ing­ar komu í stað er­lendr­a ferð­a­mann­a og voru marg­ir að upp­götv­a há­lend­ið,“ seg­ir hann og að það verð­i á­hug­a­vert hvort að þeir hald­i á­fram að koma núna þeg­ar þeir eru farn­ir að ferð­ast er­lend­is aft­ur.

En það er ekki fært núna?

„Nei, það er ekki enn fært en við erum að und­ir­bú­a svæð­ið fyr­ir opn­un.“