Þór­­ólf­­ur Guðn­­a­­son sótt­v­arn­­a­­lækn­­ir seg­­ir eðl­­i­­legt að smit­­um fjölg­­i eft­­ir því sem fleir­­i eru í sótt­kv­í. Engu að síð­­ur sé ljóst að veir­­an sé úti í sam­­fé­l­ag­­in­­u. Hann brýn­ir fyr­ir fólk­i að fara var­leg­a um pásk­an­a og hugs­a vel að per­són­u­bundn­um sótt­vörn­um og forð­ast hóp­a­mynd­un.

Hann hef­­ur á­h­yggj­­ur af hóp­­a­­mynd­­un við gos­­stöðv­­arn­­ar við Fagr­­a­­dals­­­fjall en hef­­ur ekki haft tök á að skoð­­a gos­­ið sjálf­­ur. Hann veit ekki til þess að nokk­­ur þeirr­­a 28 sem fóru í sótt­kv­í eft­­ir að smit­­að­­ur ein­st­ak­l­ing­­ur fór á æf­­ing­­u í World Class í Laug­­um hafi smit­­að út frá sér.

Nú fjölg­að­i smit­um um sex mill­i daga, er það á­hyggj­u­efn­i?

Í gær voru níu þeirr­a sem greind­ust í sótt­kví. Við erum með um þús­und manns í sótt­kví og það á ekki að koma á ó­vart að smit grein­ist en töl­fræð­in bend­ir til að um fimm prós­ent þeirr­a sem eru í sótt­kví grein­ast með COVID-19.

Það er ekki að sjá fjölg­un smit­a utan sótt­kví­ar. Veir­an er úti í sam­fé­lag­in­u og það hef­ur ekki tek­ist að ná utan um þett­a.

Hvað ótt­ast þú að gæti far­ið úr­skeið­is um pásk­an­a?

Fólk get­ur hætt að gæta að sér, huga að grunn­­at­r­ið­­um eins og per­­són­­u­b­undn­­um sótt­v­örn­um. Mik­il­vægt er að forð­­ast hóp­­a­­mynd­­an­­ir og hætt­a er á að fólk mæti ekki til sýn­a­tök­u yfir pásk­an­a.

Opið verð­ur í sýn­a­tök­u alla pásk­an­a, líka á há­tíð­is­dög­um.

Land­­a­­mær­­in eru á­h­yggj­­u­­efn­­i seg­ir Þór­ólf­ur, það er að fólk fari ekki eft­­ir regl­­um sem fylgj­­a kom­unn­i til lands­­ins, sem get­­ur vald­­ið dreif­­ing­­u far­­ald­­urs­­ins inn­­an­l­ands að hans sögn.

Hvern­­ig verð­­ur birt­ing­u á töl­um um smit hátt­að um pásk­a­há­tíð­in­a?

Við mun­um upp­fær­a co­vid.is senn­i­leg­a á laug­ar­dag­inn og síð­an get­ur upp­lýs­ing­a­full­trú­i al­mann­a­varn­a veitt upp­lýs­ing­ar. Við reyn­um að gefa fólk­i pásu um pásk­an­a.

Á for­síð­u Frétt­a­blaðs­ins í dag var mynd frá gos­stöðv­un­um þar sem mátt­i sjá mik­ið af fólk­i ekki virð­a 2 metr­a regl­un­a og fáir voru með grím­u. Er ut­an­um­hald yf­ir­vald­a gos­stöðv­un­um á­sætt­an­legt frá sjón­ar­hól­i sótt­varn­a?

Ég skal ekki segj­a um það, þús­und­ir þyrp­ast að þarn­a og það er erf­itt að hafa taum­hald á því. Yfir­völd telj­a að erf­itt sé að stopp­a komu fólks þang­að. Viss­u­leg­a hef ég á­hyggj­ur af því að fólk sé ekki að virð­a grunn­sótt­varn­a­regl­ur þar. Þá skap­ast smit­hætt­a, ég hef ver­ið að bend­a á þett­a, hamr­að á þess­u í fjöl­miðl­um í marg­a daga og í öll­um við­töl­um.

Forsíðumynd Fréttablaðsins í gær. Þús­und­ir hafa lagt leið sína und­an­far­ið að gos­stöðv­un­um í Geld­ing­a­döl­um. Á síð­ar­i hlut­a stik­uð­u leið­ar­inn­ar að gos­in­u þarf að fara um nokk­uð bratt­a brekk­u og þar mynd­ast gjarn­a nokk­ur þvag­a fó
Fréttablaðið/Valli

Ertu bú­inn að fara að skoð­a gos­ið sjálf­ur?

Nei ég hef ekki far­­ið, ég ætla að­­eins að bíða uns hæg­­ist um þar svo að ég lend­­i ekki í krað­­ak­­i.

Nú er ból­u­efn­i Jan­sen vænt­an­legt í næst­a mán­uð­i. Hve lang­ur tími líð­ur frá því að það kem­ur til lands­ins uns byrj­að verð­ur að ból­u­setj­a með því?

Það líð­ur bara eng­inn tími. Það verð­ur strax not­að, nán­ast sam­stund­is og það berst til lands­ins. Þór­ólf­ur seg­ir að eng­in ald­urs­tak­mörk séu á notk­un ból­u­efn­is Jan­sen.

Hvern­ig finnst þér ból­u­setn­ing­ar gang­a?

Þær gang­a mjög vel, heils­u­gæsl­an ger­ir þett­a með stakr­i prýð­i og við bíð­um bara meir­a ból­u­efn­is.

Vegn­a smits­ins í World Class, þar sem einn fór smit­að­ur á æf­ing­u og 28 end­uð­u í sótt­kví, smit­uð­ust ein­hverj­ir þeirr­a 28 sem fóru í sótt­kví út frá því?

Ég hef ekki hef ekki upp­lýs­ing­ar um það seg­ir Þór­ólf­ur að lok­um.