Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, brýndi fyrir þing­mönnum mikil­vægi þess að stjórn­völd kæmu með af­gerandi hætti að lausn samninga­við­ræðna sem fram­undan eru. Stefnuræða forsætisráðherra fór fram í kvöld og eftir hana voru umræður á þingi. 

Hann segir ríkis­stjórnina hafa dregið lappirnar og unnið með þeim hætti að komandi samningsagerð verði þyngri. 

„Þau hafa hrifsað á­vinning af launa­hækkunum, með frystingu per­sónu­af­sláttar og lækkunar vaxta og barna­bóta, ekki bætt kjör aldraðra og ör­yrkja nægi­lega,“ sagði Logi og bætti við að stjórn­völdum hefði mis­tekist að nýta for­dæma­lítið svig­rúm til að jafna kjörin og auka fé­lags­legan stöðug­leika. 

Stjórnmálin eigi ekki að vera „huggulegur selskapsklúbbur“

Kallaði hann eftir því að stigin yrðu rót­tækari skref í átt að jöfnuði svo hægt væri að hefja lífs­kjara­sókn fyrir alla. Búa þyrfti launa­fólki, öldruðum og ör­yrkjum fjár­hags­legt öryggi og fé­lags­legt svig­rúm. Sömu­leiðis þyrfti að gera vel­ferðar- og heil­brigðis­þjónustu ó­dýrari. 

„Stjórn­mál verða að fara að snúast um fram­tíðar­sýn; hvers konar sam­fé­lag er skyn­sam­legt og sið­legt og hvaða leið er rétt að því marki,“ sagði Logi og bætti við að stjórn­málin ættu ekki að vera „huggu­legur sel­skaps­klúbbur“ þar sem aug­ljóst væri að allir ættu eða gætu unnið saman í ríkis­stjórn.

Þá segir hann ungt fólk hafa orðið eftir í upp­sveiflu undan­farinna ára. Fólkið sem væri lykillinn að fram­tíðinni. 

Fjárfestum í menntun

„Við þurfum stór­sókn í hús­næðis­málum sem tryggir þeim og tekju­lágu fólki hag­kvæmar í­búðir til kaups og leigu á við­ráðan­legum kjörum,“ sagði hann og bætti við að hækka þyrfti barna- og hús­næðis­bætur meira en raun ber vitni og draga um leið úr skerðingum. Sömu­leiðis þyrfti að lengja fæðingar­or­lof eftir þrá­lát lof­orð þess efnis. Að sama skapi yrði mikil­vægi þess að fjár­festa í menntun ekki í­trekað nógu vel. Á tímum mikilla tækni­fram­fara væri gífur­lega mikil­vægt að dragast ekki aftur úr öðrum þjóðum. 

Kallaði hann eftir því að stjórn­völd hættu að festa sig í „við­brögðum og búta­saumi.“ Öllu heldur sýndu þau kjark og fram­sýni til að skapa fram­tíð tæki­færa og mögu­leika.

„Við getum valið frjáls­lyndi eða stjórn­lyndi, fram­sækni eða í­hald, og við sjáum öll hvar nú­verandi ríkis­stjórn liggur á þeim ási.“

Þjóðernispopúlískar raddir gegn EES-samningi

Gera þurfi grund­vallar­breytingar. Til að mynda þurfi að endur­skoða land­búnaðar­kerfið, auka sam­keppni og ný­sköpun. Efna þurfi lof­orð um nýja stjórnar­skrá og ekki síst taka upp nýjan gjald­miðil. Upp­taka evrunnar og inn­ganga í Evrópu­sam­bandið væru nauð­syn­leg. 

„Við höfum mikla hags­muni af al­þjóð­legu sam­starfi og getum ekki leyft þjóð­ernis­popúlískum röddum að stefna EES samningnum í upp­nám. Enginn samningur hefur fært okkur meiri vel­sæld og tæki­færi,“ sagði Logi. 

„Mikill jöfnuður er lykilinn að hamingju­sömu, fram­sæknu og kraftmiklu sam­fé­lagi.“