Á íbúafundi á Seyðisfirði í gær kom fram að engin ástæða sé til aðgerða vegna mikillar rigningar síðustu daga. Enn er spáð töluverðri rigningu en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni á að lægja siðar í dag. Það þýðir þó ekki að öll hætta sé afstaðin því enn verður þá mikið vatn í hlíðunum. Gert er ráð fyrir að ofanflóðadeild fundi aftur um málið í dag.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær kom fram að úrkoman sem nú hefur verið sé aðeins brot af því sem hún var í aðdraganda skriðufallanna í desember 2020. Á íbúafundinum var enn fremur greint frá því að engar hreyfingar hafa sést á mælitækjum í hlíðunum ofan bæjarins frá því 12. nóvember.

Myndin fyrir neðan er úr radar og greinir hreyfingar á yfirborði á milli mælinga. Myndin vinstra megin sýnir hreyfingar síðustu 24 klst og myndin hægra megin sýnir hreyfingar síðustu 7 daga. Rauður litur táknar hreyfingu. Nánari upplýsingar um stöðu mála á Seyðisfirði eru birta rá bloggsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar.

Mynd/Veðurstofa Íslands