Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segist ekki hafa neitt á móti því að stjórn­völd gefi út á­ætlun um í hvaða skrefum af­léttingar verða gerðar eftir því sem bólu­setningu vindur á­fram en að hann sjálfur verði að taka mið af stöðu far­aldursins á hverjum tíma. Þetta kom fram í við­tali við Þór­ólf í Víg­línunni á Stöð 2 í kvöld.

Þar var Þór­ólfur spurður út í slíkar á­ætlanir sem til að mynda Danir hafa sett fram og hvort Ís­land gæti gert hið sama. Þór­ólfur vísaði til þess að sam­bæri­legar á­ætlanir hafi verið gerðar með lita­kóðunar­kerfið á landa­mærunum og bólu­setningar. „Ég sé ekkert að því að stjórn­völd komi með slíkar á­ætlanir en það er ekki þannig sem ég vinn,“ sagði Þór­ólfur.

„Það er mitt hlut­verk og mín skylda að taka mið af stöðu far­aldursins, hvernig hann er, hvaða veira er að valda sýkingunum, erum við að sjá mikið af endur­sýkingum, hvernig er staða far­aldursins er­lendis, hvernig er staðan á landa­mærunum, hvernig er staðan á bólu­setningum, eru bólu­efnin vel verndandi eða ekki, þetta verð ég að taka inn í mínar til­lögur til ráð­herra,“ sagði Þór­ólfur.

Hann bætti við að það væri að að lokum stjórn­völd sem eru á­byrg fyrir endan­legri út­færslu á sótt­varna­ráð­stöfunum og það sé að­eins hans að leggja fram til­lögur. „Ég verð að koma með ein­hverjar á­ætlanir sem mér finnst skyn­sam­legar og það getur vel verið að það sé í and­stöðu við þessar á­ætlanir stjórn­valda og það er þá stjórn­valda að á­kveða endan­lega hver út­færslan verður.“

Möguleiki á fölsku öryggi

Þór­ólfur var einnig spurður út í mögu­leg smit sem bólu­settir aðilar geta borið með sér veiruna en eitt slíkt til­felli kom upp á dögunum þar sem far­þegi sem hafði verið bólu­settur og fram­vísaði nei­kvæðu PCR-prófi greindist með smit. Það séu dæmi um að bólu­settir geti borið veiruna á höndum en helst væri verið að skoða líf­tíma veirunnar í nef­koki.

„Það hefur ekki verið alveg vitað hver á­hættan er af því en við erum núna með dæmi af því og nokkur dæmi þar sem bólu­settir ein­staklingar greinast með veiru ef þeir verða út­settir,“ sagði Þór­ólfur en bætti við að það væri ekki vitað hvað það þýði í raun og veru.

„En þess vegna höfum við ekki viljað koma með ein­hverja sér­reglur fyrir bólu­setta og það er á þeim grunni sem við viljum ekki fara að búa til leyfis­bréf fyrir bara bólu­setta eða þá sem hafa fengið veiruna áður, ég held að það geti verið falskt öryggi í því,“ sagði Þór­ólfur. Hann vísaði þó til þess að þegar megin­þorri þjóðarinnar hefur verið bólu­settur þá sé staðan allt önnur og þá þurfi að hafa minni á­hyggjur.