Fjöl­miðla­maðurinn Sölvi Tryggva­son var ekki maðurinn sem gekk í skrokk á vændis­konu í mars 2021, að því er full­yrt er á vef Mann­lífs. Þar er vísað til upp­lýsinga frá lög­reglu og ó­nafn­greinds lög­manns mannsins sem á að hafa framið brotið.

Sjálfur neitaði Sölvi því í fyrra að vera maðurinn sem um ræðir en sögu­sagnir þess efnis fóru manna á milli á sam­fé­lags­miðlum síðast­liðið vor. „Síðustu daga hafa gengið ó­­­trú­­lega rætnar slúður­­sögur um mig í þjóð­­fé­laginu sem eiga sér enga stoð í raun­veru­­leikanum,“ skrifaði Sölvi í Insta­gram færslu sem birtist þann 3. maí 2021.

Þann 5. maí í fyrra greindi Frétta­blaðið svo frá því að tvær konur hefðu leitað til lög­reglu vegna meints of­beldis af hálfu fjöl­miðla­mannsins. Önnur konan kærði Sölva fyrir líkams­á­rás og kvað at­vikið hafa átt sér stað þann 14. mars 2021.

Skömmu áður hafði Sölvi rætt málið við lögmann sinn í eigin hlaðvarpsþætti. Eftir að Fréttablaðið greindi frá máli kvennanna tveggja dró Sölvi sig úr umræðunni og tók hlaðvarpsþætti sína úr loftinu. Undan­farna mánuði hefur þeim statt og stöðugt verið hlaðið inn á streymis­veitur að nýju.

Í frétt Mann­lífs er full­yrt að heimildar­menn miðilsins innan lög­reglunnar segi að annar maður en Sölvi hafi brotið á vændis­konu. Glæpurinn hafi átt sér stað en þar hafi Sölvi hvergi komið nærri. Hinn brot­legi hafi ekki verið þjóð­þekktur og játað sök, að því er Mann­líf full­yrðir.

Þá vísar Mann­líf einnig beint í lög­mann mannsins sem braut af sér. „Þessi árás átti sér vissu­lega stað. Sölvi kom henni bara engu ná­lægt. Tíma­setningin passar og sjón­var­vottar hlúðu að konunni,“ hefur Mann­líf eftir lög­manninum ó­nefnda sem segir jafn­framt að sér hafi þótt hrika­legt að fylgjast með at­burðar­rásinni í máli Sölva í fjöl­miðlum.