Í gær voru gerðar um­svifa­miklar net­á­rásir á Arion banka, Ís­lands­banka og greiðslu­miðlunar­fy­ri­tækið Valitor. Margir áttu í gær­kvöldi í erfið­leikum með að nota greiðslu­kort og lágu net­banki og app Arion banka niðri um tíma en um síðustu helgi voru gerðar sam­bæri­legar á­rásir á greiðslu­miðlunar­fy­ri­tækið Salt Pay.

Á­rásirnar eru svo­kallaðar DDoS-á­rásir þar sem mikilli um­ferð er beint inn á tölvu­kerfi þeirra fyrir­tækja sem ráðist er á. Sam­kvæmt Valitor komust tölvu­þrjótarnir ekki yfir nein gögn.

Valdimar Óskars­son er öryggis­sér­fræðingur og fram­kvæmda­stjóri öryggis­fyrir­tækisins Syndis. Hann segir í kvöld­fréttum RÚV að mark­miðið með á­rásunum sé að græða, með því að bjóða fórnar­lömbum á­rása að borga fyrir að þeim sé hætt.

Valdimar Óskars­son.
Fréttablaðið/Valgarður Gíslason

Hann segir að fyrir­tæki eigi aldrei að greiða slíkt lausnar­gjald. Slíkt leiði bara til frekari á­rása af sama meiði. Hægt sé að koma í veg fyrir slíkar á­rásir með því að koma upp vörnum, það kosti vissu­lega sitt en sé ó­dýrara en tjónið sem fylgt geti á­rásum sem þessum.