Alls hafa 2000 leg­háls­sýni sem voru upp­söfnuð hjá Krabba­meins­fé­laginu verið send út á rann­sóknar­stofu í Dan­mörku. Um 400 sýni sem voru tekin í enda desember og í byrjun janúar verður send út eftir helgi.

Þetta kom fram í svari Svan­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra við fyrir­spurn Helgu Völu Helga­dóttur, þing­manni Sam­fylkingarinnar, um af hverju Land­spítalanum og ís­lensku heil­brigðis­starfs­fólki var ekki treyst til þess að greina sýnin.

Helga sagði það „dæma­laust klúður“ að leg­háls­sýni úr 2000 konum hefðu legið ó­hreyfð og biðu rann­sóknar í pappa­kössum inni í heil­brigðis­kerfinu og vildi fá svör við því af hverju ís­lenskum stjórn­völdum hugnaðist að semja tíma­bundið í rann­sóknar­stofu í Dan­mörku frekar en að nýta ís­lenskt rann­sóknar­fólk og tæki Land­spítalans.

Þá spurði hun einnig hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að flytja þjónustina frá Krabbameinsfélaginu til Land­spítalans og heilsu­gæslunnar en það hefur staðið yfir í um tvö ár.

Svan­dís sagði að öryggi og gæði rann­sókna er alltaf verið höfð að leiðar­ljósi varðandi rann­sóknir leg­háls­sýna og að það getur ekki verið sér­stakt hags­muna­mál hvar sýnin eru greind heldur að þau séu rétt greind.

„Við yfir­flutning þjónustunnar er eðli­legt að ein­hver tími fari í að taka við nýju hlut­verki og koma öllu í sitt horf. En staðan er þannig ná­kvæm­lega núna í dag að stóri samningurinn um greiningu á þessum sýnum var til­búin á föstu­daginn var og nú hafa 2000 sýni verið send út sem voru upp­söfnuð hjá Krabba­meins­fé­lagi Ís­lands,“ sagði Svan­dís sem hvatti jafn­framt Helgu Völu til að tala ekki niður opin­bera heil­brigðis­þjónustu í pólitísku skyni.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Helga Vala í­trekaði hins vegar spurningu sína í and­svörum sínum og spurði að nýju af hverju sýnin voru send út.

„Treystir hæst­virtur heil­brigðis­ráð­herra ekki opin­beru starfs­fólki á Land­spítala og þeim nýju tækjum sem þar eru til þess að rann­saka þessi sýni? Öryggi og gæði skipta máli, ekki hvar þetta fer fram og þess vegna hlýtur að vera eðli­legt að heil­brigðis­ráð­herra svari þeirri spurningu hvers vegna er ekki notast við þessi nýju tæki?“ sagði Helga Vala.

Svan­dís sagði að á­kvörðun ís­lenskra stjórn­valda um að senda sýnin til Dan­merki snerist fyrst og fremst um öryggi og treystir hún fag­legu mati þeirra sem komu að henni hér­lendis.

„Þegar sú á­kvörðun er tekin af heilsu­gæslunni á höfuð­borgar­svæðinu að semja við þessa rann­sóknar­stofu í Dan­mörku þá snýst það um öryggi. Það snýst fyrst og fremst um öryggi. Ég hef lagt á það á­herslu að standa með fag­legu mati míns fólks á því hvernig öryggi er best tryggt og upp­lýsingar verða öruggar á milli rann­sókna­stofunnar og þeirra kvenna sem fara í skimun og þær niður­stöður munu berast hratt og örugg­lega þegar þetta verður komið í það horf sem er og verður til fram­tíðar og mun liggja fyrir á allra næstu dögum,“ sagði Svan­dís að lokum.