„Það hefur ekkert breyst, við og Sjálf­stæðis­menn eigum enga sam­leið. Á­stæðan er mál­efna­leg fjar­lægð milli þessara tveggja flokka,“ segir Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, vegna þrá­láts orð­róms um að flokkurinn hafi ný­verið opnað á mögu­leika um ríkis­stjórn með Sjálf­stæðis­flokki.

Síðast í um­ræðu­þættinum Silfrinu á RÚV um helgina var því haldið fram að mögu­lega hefði Sam­fylkingin breytt fyrri af­stöðu sinni til sam­starfs með Sjálf­stæðis­flokki. Helga Vala segir slíkt tal hreinan spuna: „Það eru hlutir sem nauð­syn­legt er að fara í á næsta kjör­tíma­bili og við vitum að Sjálf­stæðis­flokkurinn vill ekki, heil­brigðis­kerfið er þar efst á blaði.“

Mikið er rætt um mögu­leg stjórnar­mynstur en sam­kvæmt könnun Frétta­blaðsins er þriggja flokka meiri­hluti mjög ó­lík­legur vegna dreifingar fylgisins. Fram­sóknar­flokkurinn virðist í góðri stöðu og er enginn flokkur lík­legri til að fá inni í nýrri ríkis­stjórn. Spurð hvort úti­lokun sam­starfs við Sjálf­stæðis­flokk þrengi mögu­leika flokksins um of, lítur Helga Vala ekki svo á. Full sam­staða sé um af­stöðuna í for­ystu flokksins.

„Það er bara enginn séns á að við getum unnið saman,“ segir Helga Vala.