Skjálfta­virknin sem hófst um há­degis­bil í gær, hélt á­fram í nótt og í morgun. Eld­fjalla- og náttúru­vá­r­hópur Suður­lands segir stað­setningin á jarð­skjálftunum vera á­þekk fyrstu skjálfta­hrinum í að­draganda eld­gossins sem hófst í fyrra. „Er því ekki ó­senni­legt að á þessum slóðum sé kvika að reyna að brjóta sér leið upp í efri lög jarð­skorpunnar,“ segir í Face­book færslu hópsins.

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga.
Mynd/Veðurstofa Íslands

2.500 skjálftar síðan í gær

Í til­kynningu frá Veður­stofu Ís­lands segir að það um sex leitið í morgun hafi mælst tæp­lega 700 skjálftar síðan á mið­nætti, og flestir væru þeir á svæðinu norð­austan Fagra­dals­fjalls.

„Alls eru því komnir 2.500 skjálftar frá því í gær,“ segir í til­kynningunni. Stærsti skjálfti næturinnar var 4,2 að stærð, klukkan rétt rúm­lega fjögur í morgun, og var stað­settur vestan við Litla Hrút.

Skjálfta­virkni róaðist tölu­vert eftir klukkan sjö í gær­kvöldi og var stöðug þar til um þrjú í nótt, en þá tók hún aftur kipp í rúman klukku­tíma og róaðist síðan aftur.

Í til­kynningunni segir að engin merki um gos­ó­róa hafi sést á mælum Veður­stofunnar né nokkur merki um að eld­gos sé hafið eða yfir­vofandi eins og er.

Veður­stofan heldur á­fram að vakta svæðið vel.