Sam­­kvæmt bráða­birgða­mati Náttúru­ham­fara­­trygginga Ís­lands (NTÍ) á fjár­hags­­legu tjóni vegna aur­skriða sem hafa fallið á Seyðis­­firði síðustu daga er óttast að tjónið sé upp á um milljarð íslenskra króna. Skyldu­­trygging er á öllum fast­­eignum í landinu og mun stofnunin því bæta tjón á þeim en aðra sögu er að segja af inn­búi sem hefur skemmst í skriðunum; að­eins það inn­bú sem er bruna­­tryggt er skyldu­vá­­­tryggt hjá NTÍ.

Þetta þýðir að þeir í­búar sem ekki áttu bruna­­tryggt inn­bú fá skemmdir á því ekki bættar frá stofnuninni. Þetta stað­­festir fram­­kvæmda­­stjóri NTÍ, Hulda Ragn­heiður Árna­dóttir, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Stofnunin hefur brýnt það fyrir í­búum Seyðis­fjarðar að til­­kynna um tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í aur­skriðunum eins fljótt og kostur er í gegnum heima­­síðu NTÍ eða í síma 575-3300. Þannig verði hægt að ná betur utan um tjónið þegar mats­­menn á vegum stofnunarinnar verða sendir á Seyðis­fjörð næsta mánu­­dag.

Hulda Ragn­heiður Árna­dóttir, framkvæmdastjóri Náttúru­ham­fara­­trygginga Ís­lands.
Fréttablaðið/Stefán

„Við stefnum að því að koma mats­­mönnum þangað strax eftir helgi. Það er mikil­­vægt að þeir viti hvar á að meta tjón svo hægt sé að nýta ferð þeirra sem best og eig­endur fái svör sem fyrst um hvernig þeir eigi að standa að sínum málum,“ segir Hulda Ragn­heiður. „Við sjáum það sem okkar verk­efni að reyna að draga úr allri ó­­vissu eins og við getum því við teljum það vera tjón­þolum í hag.“

Hún segir að stofnuninni hafi þegar borist fjöl­margar til­­­kynningar og út frá þeim sé hægt að á­ætla, með afar grófum hætti þó og fyrir­­vara um breytingar, hvert fjár­hags­­legt tjón er sem orðið hefur á svæðinu í heildina. „Við vitum sirka hvert verð­matið er á eignum sem við vitum að hefur orðið al­tjón á. Út frá því getum við svo getið okkur að­eins til um annað tjón. Okkur sýnist tjónið við fyrstu skoðun vera öðru hvorum megin við milljarð.“