Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, odd­viti Við­reisnar í Reykja­vík, segir að hún og Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins, hafi rætt saman um það hvar þau standa og segir það ljóst að af þeim mögu­leikum sem eru í boði í Reykja­vík til meiri­hluta­myndunar þá sé ekki ó­lík­legt að þau séu að fara að vinna saman.

Hún að hennar flokkur sé, eins og áður, í þeirri stöðu að geta unnið með flestum flokkum í Reykja­vík, bæði til hægri og vinstri.

„Það er ljóst að gamli meiri­hlutinn er fallinn. Og næsta skref er því að mynda nýjan meiri­hluta. Í þessum fyrstu skrefum munum við standa saman; Við­reisn, Sam­fylking og Píratar. Við vitum að mál­efna­lega eigum við sam­leið í mikil­vægum mála­flokkum sem snúa að fram­tíð borgarinnar; í skipu­lags­málum, sam­göngu­málum og staf­rænu upp­byggingunni,“ segir Þór­dís Lóa í nýrri færslu á Face­book og að þetta séu allt mál­efni þar sem Fram­sókn virðist standa þeim ná­lægt.

„En slíkur meiri­hluti yrði annar meiri­hluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg aug­ljóst,“ segir Þór­dís og að sama hver niður­staðan verður þá eigi mál­efnin að ráða för, en ekki stólarnir.

„Eins og ég sagði á Rás2 í morgun, þá er engin einn borgar­stjóri sem mun ráða næstu árin. Þannig var það ekki á síðasta kjör­tíma­bili og þannig verður það ekki á því næsta. Hver meiri­hluti er sam­starf ó­líkra flokka, þar sem sjónar­mið allra komast að,“ segir Þór­dís Lóa í færslunni sem hér að neðan.