Þór­ólf­ur Guðn­a­­son sótt­varn­a­­lækn­ir og Víð­ir Reyn­is­­son yf­ir­lög­regl­u­­þjónn fóru yfir stöð­u CO­VID-19 far­ald­urs­ins á upp­­­lýs­ing­a­fund­i al­mann­a­varn­a í dag.

Enginn greindist með CO­VID-19 innan­lands fjórða daginn í röð. Eitt smit greindist á landa­mærunum og beðið er niður­stöðu mót­efna­mælingar. Alls eru 15 ein­staklingar eru með virkt smit eru í ein­angrun. Nú eru í 20 sótt­kví.

Grímu­skyldan er alltaf til skoðunar segir Þór­ólfur og segir hann ekki ó­lík­legt að henni verði af­létt ef á­fram gangi vel og hugsan­lega verði hún val­kvæð.

Víðir smitaðist af COVID-19 fyrir þremur mánuðum og segir hafa farið batnandi undanfarið.

Víðir ræddi jarð­skjálftana sem urðu í gær og sagði alla geta tekið þátt í jarð­skjálfta­vörnum og vísaði á heima­síðu al­manna­varna.

Það gengur á­fram vel segir Þór­ólfur, enginn greindist innan­lands í gær en færri sýni tekin en undan­farið. Síðast­liðna viku hafa tveir, báðir í sótt­kví greinst með CO­VID-19.

Síðast­liðna viku hafa sjö greinst á landa­mærunum, þar af þrír með virkt smit.

Eftir að nýtt fyrir­komu­lag var tekið upp á landa­mærunum á föstu­daginn hafa tveir greinst með virkt smit og var annar þeirra með 48 klukku­stunda gamalt nei­kvætt PCR-vott­orð. Þetta er eitt­hvað sem við þurfum að fylgjast vel með.

Enginn hefur greinst með breska eða suður-afríska af­brigðið hér sem eru í mikilli sókn á Norður­löndunum.

Nýr kafli í baráttunni

Við erum að fara inn í nýjan kafla í bar­áttunni þar sem við erum að reyna að fá ekki ný smit inn í landið og tryggja að far­aldurinn fari ekki á flug aftur svo hægt sé að við­halda til­slökunum innan­lands.

Um 200 far­þegar koma til landsins þessa dagana og lang­flestir eru með nei­kvæð PCR-vott­orð eða 80 prósent. Þrjú prósent eru með vott­orð um bólu­setninga eða þrjú prósent. Gögn frá Ísrael benda til þess að bólu­settir geti ekki smitað aðra.

Verk­efni næstu daga er að slípa til ferlið á landa­mærunum. Nú­verandi reglur þar gilda til 1. maí og mikil vinna að baki þessu nýja fyrir­komu­lagi. Þór­ólfur þakkaði öllum sem lagt hafa hönd á plóg í því verk­efni, sér­stak­lega landa­mæra­vörðum.

Varðandi innan­lands­að­gerðir sem tóku gildi í gær gilda þær út mars­mánuð og fylgjast þarf með hvort bak­slag komi í kjöl­farið. Það taki eina til tvær vikur.

Bólu­setningar gangi vel og engar fréttir eru um breytingar á fyrir­liggjandi bólu­setningar­á­ætlunum út mars­mánuð. Engar á­ætlanir eru frá og með apríl.

Breska afbrigðið ekki ríkjandi á landamærunum

Ferðaþjónustan velti nú fyrir sér að hvort sé hægt að bjóða bólusettum Bretum til landsins sem ferðamönnum segir Þórólfur Bretland fyrir utan Schengen og þurfi því sérstaka undaþágu til að koma hingað.

Þórólfur segir breska afbrigðið ekki ríkjandi í smitum á landamærum en um 60 einstaklingar hafa greinst með það við komuna til landsins.

Skim­un á Kefl­a­vík­ur­flug­vell­i.
Fréttablaðið/Valli

Enginn hefur verið skyldaður til að fara í sóttvarnahús og enginn verið sektaður fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR-prófi. Heimildir til þess séu hins vegar skýrar segir Víðir.

Þórólfur metur stöðuna á landamærunum vel og hann sé ánægður með þær frá því að tvöföld skimun var tekin upp í ágúst og hertar á föstudaginn. Fyrirkomulagið verði endurskoðað 1. maí og gerir ekki ráð fyrir breytingum fyrir þann tíma.

Á sunnudaginn er komið ár síðan fyrsta COVID-19 smitið greindist hér. Þórólfur segir óvissa hafi verið mikil þá og hann hafi haldið fyrir ári síðan að útbreiðsla yrði meiri innanlands og hann gert ráð fyrir að þessu yrði lokið undir lok síðasta árs. Margt hafi komið á óvart en annað ekki og tekur Víðir undir það, þetta gæti yrðið langhlaup.

Minnir fólk á að fara í sýnatöku

Sífellt berast nýjar tilkynningar um ný afbrigði COVID-19 og segir Þórólfur það áhyggjuefni, einkum ef þau valdi því að einstaklingar sem þegar hafi smitast hafi af einu afbrigði smitist aftur. Rannsókna sé þörf. Alls hafi 450 mismunandi afbrigði hér á landi en raðgreind eru öll smit hérlendis. Þegar raðgreiningar aukist erlendis muni fleiri afbrigði koma í ljós. Ekki þurfi að eltast við öll ný afbrigði.

Sýnataka hefur minnkað undanfarið og segir Þórólfur ólíklegt að veiruna megi enn finna í samfélaginu en hann hvetur fólk til að fara í sýnatöku finni það til nokkurra einkenna. Hann minnir fólk á að fara í sýnatöku, það sé þungamiðjan í viðbrögðum við faraldrinum.

Víðir segir að upplýsingafundum verði nú fækkað og verða einn á viku, á fimmtudögum.

Bið­röð eft­ir sýn­a­tök­u á Suð­ur­lands­braut í Reykj­a­vík.
Fréttablaðið/Anton Brink